Íslenski boltinn

Bikarmeistararnir bjóða frítt á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Víkingar lyftu Mjólkurbikarnum síðasta haust og unnu bikarinn einnig 2022, 2021 og 2019.
Víkingar lyftu Mjólkurbikarnum síðasta haust og unnu bikarinn einnig 2022, 2021 og 2019. Vísir/Hulda Margrét

Víkingar hafa unnið fjóra síðustu bikarmeistaratitla karla í fótbolta og eru handhafar Mjólkurbikarsins í bæði karla- og kvennaflokki.

Titilvörn karlaliðs Víkings hefst í dag þegar Víkingsliðið tekur á móti 3. deildarliði Víðis úr Garði í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Víkingur varð bikarmeistari 2019, 2021, 2022 og 2023. Enginn bikarmeistari var krýndur sumarið 2020 vegna kórónuveirufaraldursins.

Leikurinn hjá Víkingi og Víði í dag hefst klukkan 15.00 í Víkinni.

Víkingar hafa ákveðið að í tilefni Sumardagsins fyrsta að bjóða hverfisbúum og öðrum frítt á leikinn.

„Frítt inn í Hamingjuna“ eins og Víkingar orða það á miðlum sínum.

Þetta er fyrsti leikur Víkings og Víðis á þessari öld en félögin mættust síðast í bikarnum sumarið 1998 þegar Víkingar unnu í vítakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×