Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hugsar oft til fyrstu ástarinnar vegna á­standsins í Íran

Kristrún Frostadóttir segist stundum hugsa til fyrstu ástarinnar sinnar sem býr í Íran vegna stjórnmálaástandsins í landinu. Hún segist hafa haldið að öllum yrði sama þegar hún byrjaði í stjórnmálum en í staðinn hafi hún strax fengið mikla athygli. Hún segir að sér þyki mikilvægt að halda fjölskyldu sinni utan kastljóssins en segist stundum spyrja sig af hverju hún sé að þessu á erfiðum dögum þar sem hún er lengi frá börnunum sínum.

Lífið
Fréttamynd

Steinunn Ó­lína segir land­ráða­mál í upp­siglingu

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir forsetaefni heldur því fram að Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og mótframbjóðandi hennar, hafi verið að forða sér vegna þess að hún vilji ekki þurfa að bera ábyrgð á vafasömu frumvarpi Bjarkeyjar Olsen, sem nú er tekist á um á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Vel­komin í Verbúðina II

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir nýr matvælaráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um lagareldi nú rétt í þessu. Það nær til sjókvíaeldis, landeldis, hafeldis og þörungaræktar. Fyrir liggur að málið er gríðarlega eldfimt.

Innlent
Fréttamynd

Mann­réttindi sama hvað

Það er auðvelt í heimi þjáninga og endalausra spillingarmála að telja atkvæði í einhverjum kosningum skipta litlu máli. Mun eitt atkvæði til eða frá hafa áhrif á ábyrgðartilfinningu stjórnmálafólks, tryggja mannréttindi eða veita almenningi betra aðgengi að ákvarðanatöku um eigin málefni?

Skoðun
Fréttamynd

Vonast til að af­greiða hvalveiðileyfi eins hratt og mögu­legt er

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra vonast til þess að afgreiða umsóknir um leyfi til langreyða og hrefnu eins hratt og hún mögulega getur. Enginn ákveðinn málsmeðferðartími sé í lögum um hvalveiðar og hún hafi ákveðið að gefa sér tíma til að fara vel yfir málið þar sem engin launung sé um það að miklar og skiptar skoðanir séu á hvalveiðum.

Innlent
Fréttamynd

Hætta að skerða ör­orkulífeyri við fyrstu krónu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, kynnir breytingar á örorkulífeyriskerfinu í dag. Hann segir að breytingarnar eigi að einfalda kerfið en hann er sem dæmi að fækka bótaflokkum og setur 100 þúsund króna frítekjumark. 

Innlent
Fréttamynd

Traust og gagn­sæi

Fyrir tveimur árum birtu þáverandi formenn stjórnarflokkanna yfirlýsingu á vef Stjórnarráðsins þar sem þeir sögðust sammála um ákveðin atriði varðandi umdeilda sölu á 22,5% hlut ríkisins í Íslandsbanka sem fram hafði farið í mars 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað felst í frum­varpi til laga um breytingu á húsaleigulögum?

Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp um breytingu á húsaleigulögum. Erfitt getur verið fyrir aðra en lögfróða að átta sig á þýðingu breytinganna fyrir leigusala og leigjendur, en ljóst er að áhrifin verða þónokkur og athugasemdir hafa verið gerðar við frumvarpið. Hér verður leitast við að skýra á mannamáli hvað felst í frumvarpinu. Ef frumvarpið verður að lögum þá munu eftirfarandi skyldur leggjast á herðar leigusala:

Skoðun
Fréttamynd

Varnar­garðar utan um fólkið í Grinda­vík

Í síðustu viku fór tími Alþingis ekki í neitt nema að bíða eftir því að hulunni yrði svipt af nýrri (eða lítillega breyttri) ríkisstjórn. Önnur og mun mikilvægari verkefni voru látin sitja á hakanum. 

Skoðun
Fréttamynd

„Engin á­stæða til að boða til kosninga“

Umræða um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hófst seinni partinn í dag og mun halda áfram inn í kvöldið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir enga ástæðu til að blása til kosninga að svo stöddu. Hann segir tímanum á þingi betur varið í önnur mál. 

Innlent
Fréttamynd

Vantrauststillagan felld

Alþingismenn tókust um vantrauststillögu þingflokka Flokks fólksins og Pírata á ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar í kvöld. Tillagan var felld að loknum löngum umræðum. Greiddu allir viðstaddir þingmenn stjórnarflokkanna atkvæði gegn tillögunni og allir viðstaddir þingmenn stjórnarandstöðunnar með. 

Innlent