Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inn­sigla B5 að kröfu Skattsins

Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Mikill sam­dráttur á hagnaði Tesla

Hagnaður rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla dróst verulega saman á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við sama tímabil í fyrra. Tekjur drógust saman um níu prósent og voru 21,3 milljarður dala en hagnaðurinn dróst saman um 55 prósent og var 1,1 milljarður dala.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu Icelandair

Heildartekjur Icelandair á fyrsta ársfjórðungi jukust um ellefu prósent á milli ára og námu 35,8 milljörðum króna. Var þetta tekjuhæsti fyrsti ársfjórðungur í sögu félagsins. Afkoma fjórðungsins var neikvæð um 9,5 milljarða króna samanborið við 8,5 milljarða í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ein­blína á trausta á­vöxtun til langs tíma

Síðar á árinu fagnar SL lífeyrissjóður 50 ára starfsafmæli sínu. Stjórn, framkvæmdastjóri og starfsfólk er mjög stolt af farsælli sögu sjóðsins enda hefur hann lengi haft sérstöðu meðal íslenskra lífeyrissjóða.

Samstarf
Fréttamynd

Helmingur Ís­lendinga sáttur við falsanir og eftir­líkingar

Tæplega helmingi Íslendinga finnst stundum í lagi að kaupa falsaðar vörur og eftirlíkingar. Þetta er niðurstaða könnunar Maskínu fyrir Hugverkastofu. Níu prósent landsmanna hafa keypt falsanir eða eftirlíkingar síðastliðna 12 mánuði, mest á erlendum vefsíðum. Karlar kaupa mest falsaða merkjavöru og íþróttaföt en konur gleraugu og skartgripi.

Neytendur