Eurovision

Fréttamynd

Fleiri snið­gengu en ekki

Fleiri slepptu því að horfa á keppniskvöld Íslands í Eurovision þriðjudagskvöldið 7. maí heldur en horfðu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar Prósents en þar kemur fram að tæplega þriðjungur þjóðarinnar hafi horft á umrætt Eurovision kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Von á á­kæru eftir spennuþrungna daga í Malmö

Fulltrúi Hollands í Eurovision sem var meinuð þátttaka á úrslitakvöldinu klukkustundum fyrir keppni verður að líkindum ákærður fyrir hótanir að sögn sænsku lögreglunnar. Hinn 26 ára gamli Joost Klein komst á spjöld sögunnar því engum keppanda hefur áður verið vísað úr keppni.

Lífið
Fréttamynd

Þátt­taka Ísraela hafi skemmt mikið

Einni umdeildustu Eurovision-keppni sögunnar lauk um helgina. Fararstjóri íslenska hópsins segir augljóst að þátttaka Ísraelsmanna hafi haft neikvæð áhrif á keppnina.

Lífið
Fréttamynd

Á­horf á úr­slit Euro­vision hríð­féll

Áhorf á úrslitakvöld Eurovision hríðféll á milli ára. Tónlistafræðingur segir vanta gagnsæi um fjármögnun keppninnar sem sé hápólitísk þvert á markmið. Skipuleggjendur þurfi að líta í eigin barm.

Innlent
Fréttamynd

Þessi lönd gáfu Ís­landi stigin þrjú

Áhorfendur í Svíþjóð og Kýpur voru þeir einu sem gáfu Íslandi stig í símakosningunni í fyrri undanúrslitum Eurovision í ár. Eins og fram hefur komið vermir Ísland botnsætið í ár, með einungis þrjú stig.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu heim­komu Nemo

Nokkur hundruð manns voru saman komin á alþjóðaflugvellinum í Zürich í Sviss í gær til að taka á móti söngvaranum Nemo sem vann sigur í Eurovision á laugardagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Hellti sér yfir EBU að lokinni keppni

Bambie Thug, sem flutti framlag Írlands í Eurovision, sendi Sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) kaldar kveðjur að lokinni keppni í gærkvöldi. Hán segir sambandið hafa brugðist.

Lífið
Fréttamynd

Skil­yrði að koma Borgar­nesi á kortið

Tónlistarmaðurinn Friðrik Ómar Hjörleifsson gerði það að skilyrði fyrir því að kynna stig Íslands í Eurovision, að fá að koma Borgarnesi á kortið í leiðinni. Þangað flutti hann fyrir ári síðan, nýtur sín vel og segir það merki um að hann sé að eldast og þroskast.

Lífið
Fréttamynd

Mætti í eftir­­­partý og verður eftir í Mal­­mö

Hollenski tónlistarmaðurinn Joost Klein mætti var í eftirpartýi úrslitakvölds Eurovision-keppninnar í gærkvöldi, þrátt fyrir að hafa verið vísað úr keppninni fyrr um daginn. Hann verður þá eftir í Malmö, þar sem keppnin fór fram, þrátt fyrir að aðrir úr hollenska föruneytinu haldi heim á leið.

Lífið
Fréttamynd

Sviss sigur­vegari Euro­vision 2024

Sviss er sigurvegari Eurovision árið 2024. Nemo flutti lagið The Code og sigraði í Malmö í Svíþjóð fyrir hönd Sviss og bar sigur úr býtum að lokum.

Lífið
Fréttamynd

Fylgjast frekar með Falastinvision í mót­mæla­skyni

Falastinvision er viðburður sem haldinn er í kvöld á sama tíma og Eurovision fyrir þá sem vilja sniðganga söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, vegna þátttöku Ísraels sem hefur verið umdeild. Skipuleggjandi segir sniðgöngu bestu og friðsælustu leiðina til að mótmæla. 

Lífið
Fréttamynd

Fauk í Joost þegar hann var myndaður eftir flutninginn

Samband ríkisrekinna sjónvarpsstöðva Hollands hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun Sambands evróskra sjónvarpsstöðva (EBU) er gagnrýnd. Þar segir að Joost, flytjandi Hollands í keppninni, hafi verið myndaður án leyfis eftir flutning hans. Það fór illa í hollenska popparann.

Lífið
Fréttamynd

Norski stigakynnirinn hættir við

Norska söngkonan Alessandra Mele, sem keppti fyrir hönd Noregs í Eurovison í fyrra og átti að kynna stig þeirra í kvöld, hefur hætt við. Henni finnst samstöðuboðskapur hátíðarinnar óviðeigandi vegna framgöngu Ísraelsmanna á Gasa.

Lífið
Fréttamynd

Spáir Ísrael sigri í Euro­vision

Eden Golan frá Ísrael er skyndilega talin næstlíklegust til að bera sigur úr býtum í Eurovision í ár með laginu Hurricane. Eurovision-aðdáandi segir þetta ekki koma á óvart og telur raunar að keppnin verði haldin í Tel Aviv að ári.

Lífið
Fréttamynd

Baulað á Ísrael sem flaug á­fram í úr­slitin

Nú liggur fyrir hvaða þjóðir keppa á úrslitakvöldi Eurovision í Malmö. Síðara undanúrslitakvöldið fór fram í kvöld þegar tíu þjóðir tryggðu sér sæti í úrslitunum. Þátttaka Ísraels þykir afar umdeild en sjónvarpsáhorfendur í Evrópu kusu Ísrael áfram í úrslitin.

Lífið
Fréttamynd

Baulað á keppanda Ísrael á æfingu

Hótanir hafa borist ísraelska Eurovision-teyminu og keppandinn hefur varla yfirgefið hótelherbergi sitt vegna þessa. Baulað var á hana á æfingu í gær en hún stígur á svið í Malmö í kvöld, á síðara undanúrslitakvöldi keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Hera Björk fékk sprengju­brot að gjöf

Hera Björk Eurovison-fari segist djúpt snortin eftir að henni barst listaverk og myndir úr sprunginni eldflaug að gjöf, sem úkraínsk börn höfðu búið til. Úkraínski fjölmiðillinn Razom færði Heru gjöfina fyrir undankeppnina í Malmö í gær. 

Lífið
Fréttamynd

Á­horf á Euro­vision hríðfellur

Meðaláhorf á fyrri undankeppni Eurovision í gærkvöldi var 35 prósent og 56 prósent uppsafnað áhorf. Er það gríðarleg breyting frá áhorfi á undankvöldið sem Ísland tók þátt í í fyrra. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svaka­lega erfitt en stór­kost­legt

Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovision fari segir för hópsins til Malmö sem lauk keppni í gær hafa verið svakalega erfiða en lærdómsríka á sama tíma. Hera og íslenski hópurinn hyggst njóta lífsins í Malmö fram á sunnudag en eins og alþjóð veit komst Ísland ekki áfram í undanúrslitum í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Hera komst ekki á­fram

Framlag Íslands í Eurovision, lagið Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar Þórhallsdóttur, komst ekki upp úr fyrri undanúrslitariðli Eurovision sem fór fram í Malmö í kvöld. 

Lífið