Hestar

Fréttamynd

Tvíburafolöld mætt í heiminn í Suðurnesjabæ

Tvíburafolöld komu í heiminn á bænum Melabergi á Stafnesi í Suðurnesjabæ í gærkvöldi. Það kom jörp hryssa og brúnn hestur og hafa þau fengið nafnið Hula og Háski. Systkinin komu vel undan nóttinni og voru farin að hlaupa saman í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tamninga­kona sýknuð af bóta­kröfu vegna reið­slyss

Landsréttur staðfesti sýknu tamningakonu af skaðabótakröfu ungrar konu sem slasaðist alvarlega í reiðslysi þegar hún var unglingur. Unga konan missti hluta af nýra og hefur glímt við aðrar líkamlegar og andlegar afleiðingar eftir slysið.

Innlent
Fréttamynd

Mættu ríðandi í skólann

Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Stóðhesturinn Vísir elskar saxófónleik

Stóðhesturinn Vísir, sem er einn besti tölthestur landsins er vandlátur á tónlist en þegar hann heyrir spilað á saxófón þá fer hann í sitt allra besta formi og stuð og töltir eins og engin sé morgundagurinn.

Innlent
Fréttamynd

Draumur Stígs rættist með stóð­hestinum Steini

Stóðhesturinn Steinn frá Stíghúsi vakti verðskuldaða athygli um síðustu helgi er hann safnaði 500 þúsund krónum fyrir stuðningsfélagið Einstök börn. Hann vakti þó ef til vill meiri athygli fyrir KR-ljómann í kringum sýningu hans, en við það rættist ósk eiganda hestsins.

Sport
Fréttamynd

Um 800 manns mættu á Stóðhestaveislu

Um átta hundruð manns mættu í Ölfushöllina á Ingólfshvoli í gærkvöldi til að sjá allra flottustu stóðhesta landsins spretta úr spori og kynna sig fyrir sumarið. Ellefu og tólf ára frænkur stálu hins vegar senunni á sýningunni þar sem þær gáfur ekki tommu eftir í reiðmennskunni.

Lífið
Fréttamynd

Virki­lega spennandi lokamót fram­undan

Lokamót Meistaradeildar Líflands fer fram föstudaginn 12. apríl næstkomandi í HorseDay höllinni Ingólfshvoli. Keppt verður í Tölti T1 og Flugskeiði í gegnum höllina ásamt því að í ljós kemur hverjir það verða sem standa uppi sem sigurvegarar Meistaradeildarinnar 2024.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Grétu og viður­kenndu mis­tök á erfiðum fundi

Baltasar Kormákur bindur vonir við að hægt verði að fá íslenska reiðmenn til að taka við af spænsku þjálfarateymi, sem uppvíst varð að illri meðferð á hrossum við kvikmyndaframleiðslu Baltasars. Þjálfarateymið hafi viðurkennt mistök á erfiðum fundi, þar sem hópnum var sagt upp störfum.

Innlent
Fréttamynd

Baltasar sleginn yfir hestamálinu

Baltasar Kormáki og hans teymi var verulega brugðið þegar þeim barst veður af hrottafenginni meðferð hesta sem verið var að þjálfa fyrir kvikmyndaverkefni þeirra. Hann segir þjálfarana hafa verið rekna um leið og upp komst um málið.

Innlent
Fréttamynd

Hesta­mis­þyrmingar fyrir ís­lenska kvik­mynda­fram­leiðslu

Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið sérstaka þjálfun á hestum til þátttöku í kvikmyndaframleiðslu vegna hrottalegrar meðferðar. Alvarleg atvik sjást á myndbandi sem er í dreifingu á Facebook. Spænskir atvinnumenn með mikla reynslu af hestaþjálfun voru fengnir í verkið, en í myndbandinu sjást þeir berja hestana í hausinn og sýna mjög harkalega reiðmennsku. Búið er að reka þjálfarana og alla sem komu að málinu.

Innlent
Fréttamynd

Tvær göngu- og hjólabrýr koma yfir Elliða­ár í Víðidal

Framkvæmdir vegna nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Elliðaár, eða Dimmu, eins og áin nefnist einnig á þessum kafla, hófust í síðustu viku. Brúin rís í Grænugróf neðan við Fella- og Hólakirkju á móts við félagssvæði Hestamannafélagsins Fáks. Þetta er önnur brúin sem byggð er á sama tíma í Víðidal.

Innlent
Fréttamynd

Hestar eru með 36 til 44 tennur

Tannheilsa íslenskra hesta er afar mikilvæg og því eru starfandi sérstakir hestatannlæknar hér á landi, sem hafa meira en nóg að gera.

Innlent
Fréttamynd

Skálað fyrir stóð­hestinum Stála sem á tæp­lega 900 af­kvæmi

Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra.

Innlent