Íslenski boltinn

Fréttamynd

Afar ó­líkar til­lögur KSÍ og ÍTF um kjör­gengi

Ljóst er að stjórn KSÍ (Knattspyrnusambands Íslands) er á öndverðum meiði við stjórn ÍTF (Íslensks toppfótbolta) hvað varðar kjörgengi stjórnarmanna KSÍ. Tvær ólíkar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ sem fram fer eftir rúmar tvær vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Þróttur sækir tvær á Sel­foss

Kristrún Rut Antonsdóttir og Íris Una Þórðardóttir munu leika með Þrótti Reykjavík í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Þær koma báðar frá Selfossi sem féll úr deildinni á síðasta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þakk­lætið og brosið frá þeim gefur til baka“

Lið knatt­spyrnu­akademíunnar Ascent Soccer frá Malaví kom, sá og sigraði á al­þjóð­lega mótinu Rey Cup hér í Reykja­vík síðast­liðið sumar. Þar með í för voru leik­mennirnir Levi­son Mnyenyem­be og Precious Kapunda sem hafa nú fengið tæki­færi til þess að upp­lifa draum sinn og spreyta sig á reynslu hjá liði Aftur­eldingar næstu mánuðina með hjálp góðra styrktar­aðila

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birnir Snær til Sví­þjóðar

Sænska knattspyrnufélagið Halmstad hefur tilkynnt að Birnir Snær Ingason, fráfarandi leikmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, sé nýjasti leikmaður félagsins. Ekki kemur fram hversu langan samning Birnir Snær gerir við félagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Muri­elle frá Króknum í Grafar­holt

Markadrottningin Murielle Tiernan hefur ákveðið færa sig um set og mun spila með Fram í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar frekar en í Bestu deildinni með Tindastóli. Frá þessu greindi Fram á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vildi koma heim meðan ég hef eitt­hvað fram að bjóða“

„Mér líst bara mjög vel á þetta. Hrikalega spenntur að vera kominn heim, var að hitta strákana í dag, geggjaður hópur sem tók vel á móti mér og er bara spenntur að byrja,“ sagði Aron Sigurðarson, nýjasti leikmaður KR í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir að vistaskiptin voru staðfest.

Íslenski boltinn