Íslenski boltinn

Fréttamynd

Reyes líklega með í úrslitaleiknum

Arsenal fengu í dag góðar fréttir er í ljós kom að framherjinn Jose Antonio Reyes muni líklega vera leikfær fyrir úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Manchester United.

Sport
Fréttamynd

CSKA búið að jafna

CSKA var rétt í þessu að jafna metin gegn Sporting í úrslitaleik Uefa keppninnar. Það var Alexei Berezutsky sem skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu frá hægri.

Sport
Fréttamynd

Sporting yfir í hálfleik

Sporting frá Lissabon er yfir í leikhléi gegn CSKA Moskvu í úrslitaleik liðanna í Uefa keppninni. Það var Brasilíumaðurinn Fidelis Rogerio sem gerði markið á 28. mínútu með frábæru skoti utan teigs.

Sport
Fréttamynd

Ísland í 97. sæti á lista FIFA

Íslenska landsliðið í knattspyrnu fellur um tvö sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Íslendingar eru núna í 97. sæti og hafa aldrei verið neðar á þessum lista. 205 þjóðir eru á listanum og engin breyting er á röð efstu liða frá því að listinn var birtur síðast fyrir mánuði.

Sport
Fréttamynd

Vagner Love skorar 3. markið

CSKA er komið í 3-1 gegn Sporting frá Lissabon í úrslitaleik Uefa keppninnar. Vagner Love skoraði markið eftir góða sendingu frá vinstri.

Sport
Fréttamynd

CSKA Evrópumeistarar félagsliða

CSKA frá Moskvu varð í kvöld Evrópumeistari félagsliða er liðið sigraði Sporting Lisbon með þremur mörkum gegn engu á Estadio Jose Alvalade, heimavelli Sportin, að viðstöddum 48 þúsund áhorfenda, lang flestir á bandi heimamanna.

Sport
Fréttamynd

Van Bommel semur við Barcelona

Hollendingurinn Mark van Bommel skrifaði í morgun undir þriggja ára samning við spænsku meistarana Barcelona. Bommel er 28 ára og var fyrirliði PSV Eindhoven og varð fjórum sinnum hollenskur meistari með liðinu. Hann verður 17. Hollendingurinn sem spilar með Barcelona en sá fyrsti var Johan Cruyff árið 1973.

Sport
Fréttamynd

Neville og Heinze úr leik

Nú er ljóst að varnarmennirnir Gary Neville og Gabriel Heinze verða ekki með Manchester United í bikarúrslitaleiknum gegn Arsenal á laugardag. Báðir eru meiddir og verða ekki búnir að jafna sig í tæka tíð.

Sport
Fréttamynd

Fúlir íþróttafréttamenn

Íþróttafréttamenn ítalska ríkissjónvarpsins RAI tilkynntu í dag að þeir ætli í verkfall þann 4. júní n.k. Þeir eru æfir af reiði yfir því að áskriftarsjónvarpsstöð skuli hafa fengið sýningarrétt á Ítalíu á sýningum allra 64 leikjanna á HM í knattspyrnu 2006. Fyrirhugað verkfall hefst eins og áður segir 4. júní eða þegar Ítalir mæta Noregi í undankeppni HM.

Sport
Fréttamynd

"Zidane sá besti" segir Pele

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele segir að franski landsliðsmaðurinn Zinedine Zidane sé besti knattspyrnumaður síðasta áratugar. Pele sem nú er 64 ára er staddur á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi þar sem hann er að kynna nýja heimildarmynd um feril sinn sem besti knattspyrnumaður sögunnar.

Sport
Fréttamynd

Guðjón ráðinn til Notts County

Guðjón Þórðarson var í morgun ráðinn knattspyrnustjóri enska 3. deildar liðsins Notts County. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Notthingham í morgun.

Sport
Fréttamynd

Berger semur við Aston Villa

Tékkneski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Patrick Berger, hefur gengið frá tveggja ára samningi við Aston Villa. Berger lék síðast með Portsmouth en var áður hjá Liverpool og Borussia Dortmund.

Sport
Fréttamynd

Hermann framlengir hjá Charlton

Hermann Hreiðarsson landsliðsmaður í knattspyrnu hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Charlton um eitt ár og verður því í herbúðum þess a.m.k. fram í júní 2007. Hermann gekk til liðs við Charlton í mars 2003 frá Ipswich fyrir 800.000 pund og er sérstaklega vinsæll meðal stuðningsmanna félagsins.

Sport
Fréttamynd

Ólafur Ingi aftur til Arsenal

Arsenal leikmaðurinn íslenski, Ólafur Ingi Skúlason mun að öllum líkindum ekki ganga til liðs við hollenska liðið Gröningen þar sem hann hefur æft að undanförnu. Ólafi verður ekki boðinn samningum skv. frétt Sky í kvöld en mörg lið í Championship deildinni á Englandi eru sögð hafa áhuga á Ólafi.

Sport
Fréttamynd

Guðjón sá sjötti á fimm árum

Samningur Guðjóns Þórðarsonar við Notts County er til þriggja ára. Félagið er elsta knattspyrnulið heims og liðinu hefur haldist illa á knattspyrnustjórum. Guðjón verður sá sjötti á fimm árum.

Sport
Fréttamynd

Höttur og Grótta áfram í bikarnum

Grótta Seltjarnarnesi og Höttur Egilsstöðum eru komin áfram í 2. umferð forkeppni VISA bikarkeppni karla en keppnin hófst í kvöld. Höttur lagði Sindra á Hornafirði, 0-1 á meðan Grótta fór létt með GG frá Grindavík, 5-1.

Sport
Fréttamynd

Moyes stjóri ársins

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, var í morgun valinn stjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni. Everton endaði í fjórða sæti deildarinnar og fer í umspil um sæti í Meistaradeildinni í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Sport
Fréttamynd

Giggs skrifar undir nýjan samning

Ryan Giggs er búinn að skrifa undir nýjan saming við Manchester United. Giggs, sem er 31 árs, er núna samningsbundinn United þar til í júní 2008. Markvörðurinn Tim Howard er einnig búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið.d

Sport
Fréttamynd

Á nú 75% í Man. Utd

Bandaríski auðkýfingurinn, Malcolm Glazer, hefur eignast 75 prósent hlutabréfa í fótboltafélaginu Manchester United og talið er að hann auki eign sína í 90 prósent fyrir vikulok. Það þýðir að Glazer er í sjálfsvald sett að taka félagið af hlutabréfamarkaði.

Sport
Fréttamynd

Glazer eignast 75% hlut í Man. Utd

Bandaríski auðkýfingurinn Malcolm Glazer er sagður hafa eignast 75% eignarhlut í Manchester United. Á föstudag bárust þær fregnir að hann hafi klófest 74,81% hlutabréfa og væri við hinn mikilvæga 75% þröskuld sem gerir hann að einráði í félaginu.

Sport
Fréttamynd

WBA bjargaði sér frá falli

Eftir æsilegan dag í ensku úrvalsdeildinni voru það nýliðarnir í West Bromwich Albion sem stóðu uppi sem "sigurvegarar" og náðu að bjarga sér frá falli. Norwich byrjaði daginn í hinu eftirsótta 17. sæti, Southampton tók við eftir fyrri hálfleik, þá Crystal Palace og að lokum West Brom þegar 8 mínútur voru eftir af leikjum dagsins

Sport
Fréttamynd

Fyrsti titlinn Barcelona í sex ár

Barcelona varð í gærkvöldi spæsnkur meiststari í knattspyrnu í 17. sinn og í fyrsta sinn í sex ár þegar liðið gerði jafntefli við Levante, 1-1. Alberto Rivera náði forystunni fyrir Levante í fyrri hálfleik en Samuel Eto'o jafnaði fyrir Barcelona í síðari hálfleik. Eitt stig dugði Börsungum til að landa fyrsta meistaratitlinum frá árinu 1999.

Sport
Fréttamynd

Segja Guðjón á leið til Englands

Enskir fjölmiðlar telja sig hafa heimildir og vissu fyrir því að Guðjón Þórðarson verði ráðinn knattspyrnustjóri hjá enska 3. deildar liðinu Notts County á næstu dögum. Í viðtali í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi sagði Guðjón Þórðarson það úr lausu lofti gripið að hann hefði rætt við forráðamenn enska félagsins um knattspyrnustjórastöðuna.

Sport
Fréttamynd

Breiðablik og Víkingi spáð sigri

Breiðablik og Víkingur sigra í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar samkvæmt spá þjálfara deildarinnar. Norðanmenn í Þór og KA berjast um 3.-4. sætið en Víkingi Ólafsvík og KS á Siglufirði er spáð falli.

Sport
Fréttamynd

Mótmæltu yfirtöku Glaziers

Fimm stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Manchester United voru handteknir í gær eftir að mikil mótmæli brutust út fyrir utan heimvöll liðsins vegna fyrirhugaðrar yfirtöku bandaríska auðkýfingsins Malcolms Glaziers á liðinu. Mörg hundruð stuðningsmenn liðsins söfnuðust í gærkvöldi saman fyrir utan Old Trafford, heimavöll Manchester United, og létu öllum illum látum.

Sport
Fréttamynd

Osasuna í úrslit bikarkeppninnar

Osasuna komst í gærkvöld í úrslit í spænsku bikarkeppninni í knattspyrnu þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Atletico Madrid í síðari leik liðanna, en Osasuna vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu og mætir Real Betis í úrslitum.

Sport
Fréttamynd

Guðni gefur Everton álit

Guðni Bergsson er mikils metinn í Englandi sem álitsgjafi á fótboltanum og hefur nokkrum sinnum farið ytra til lýsinga á leikjum í sjónvarpi þar í landi. Í dag birtist ítarlegt viðtal við Guðna á heimasíðu Everton þar sem hann er inntur skoðunar á liðinu sem á dögunum tryggði sér rétt til að leika í Meistaradeildinni á næsta tímabili.

Sport
Fréttamynd

Glazer kominn í 74,8%

Red Football Limited, fyrirtæki ameríska auðnjöfursins Malcolm Glazer, á nú 74,8% af hlutabréfum Manchester United að því er fram kom á Sky sjónvarpsstöðinni bresku síðdegis. Fari eignarhluturinn yfir 75% verður að afskrá félagið af hlutabréfamarkaði og mun Glazer þá loks leggja fram margumrætt formlegt kauptilboð í félagið.

Sport
Fréttamynd

Gautaborg leikur til úrslita

IFK Gautaborg leikur til úrslita í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Brann í undanúrslitum í gær. Hjálmar Jónsson lék síðustu tíu mínútur leiksins fyrir Gautaborg. Kristján Örn Sigurðsson var í byrjunarliði Brann en Ólafur Örn Bjarnason var hins vegar ekki í leikmannahópi norska liðsins.

Sport
Fréttamynd

Eriksson velur landsliðið

Sven Goran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur valið 22-manna hóp sem spilar í Bandaríkjunum í lok maí. Athygli vekur að Scott Carson, markvörður Liverpool og Peter Crouch, sóknarmaður Southampton, eru í hópnum.

Sport