Lengjudeild karla

Fréttamynd

Ste­ven Lennon í Þrótt

Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn nálgast toppinn og dramatík í Þorlákshöfn

ÍA vann mikilvægan 1-0 útisigur er liðið heimsótti Fjölni í toppbaráttuslag Lengjudeildar karla í knattspyrnu í kvöld. Á sama tíma vann Þór frá Akureyri dramatískan 3-2 útisigur gegn Ægi í Þorlákshöfn og Leiknismenn eru komnir með sex sigra í röð eftir 2-1 sigur gegn Gróttu.

Fótbolti
Fréttamynd

Skagamenn aftur upp í annað sætið

ÍA vann öruggan 3-1 útisigur er liðið heimsótti Gróttu í seinasta leik 15. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Með sigrinum komu Skagamenn sér aftur upp í annað sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vestri batt enda á sigurgöngu Selfyssinga

Vestri vann góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Selfossi í Lengjudeild karla í kvöld. Selfyssingar höfðu unnið þrjá leiki í röð í deildinni og sigur hefði komið þeim upp í umspilssæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Viktor Jónsson með fernu í fyrsta tapi Aftureldingar í Lengjudeildinni

Skagamenn eru fyrsta liðið sem hefur náð að leggja Aftureldingu af velli í Lengjudeild karla í knattspyrnu. ÍA lagði heimamenn úr Mosfellsbænum 2-5 og hleypa spennu í baráttuna um efsta sætið í deildinni sem gefur beint sæti í úrvalsdeildinni. Afturelding hafði ekki tapað leik og náð í 35 stig af 39 mögulegum fyrir þennan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍA datt í gull­pottinn

Peningurinn sem ÍA fær í sinn vasa eftir að franska knattspyrnufélagið Lille borgaði í kringum tvo og hálfan milljarð íslenskra króna fyrir Hákon Arnar Haraldsson fer í að byggja upp félagið og bæta leikmenn þess. Þetta staðfesti Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, í viðtali við Vísi.

Íslenski boltinn