Lengjudeild karla

Fréttamynd

Samúel klökkur eftir af­rek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“

Samúel Samúels­son, prímu­s­mótorinn á bak við knatt­spyrnu­deild Vestra, var hrærður í við­tali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fót­bolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftur­eldingu í úr­slita­leik í um­spili Lengju­deildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt fram­lag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Úlfur Arnar: Veit hvað ég þarf að laga fyrir næsta tímabil

Fjölnir er úr leik í úrslitakeppni Lengjudeildar karla eftir jafntefli gegn Vestra sem vann einvígið 2-1 samanlagt. Eftir að hafa byrjað leikinn og lent marki undir í fyrri hálfleik tókst Fjölnismönnum að jafna í byrjun seinni hálfleiks og voru orðnir manni fleiri aðeins fimmtán mínútum síðar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Magnús Már Einarsson: Ég hef aldrei prófað það

Afturelding vann Leikni 3-0 á heimavelli í síðari leik liðanna í umspili um sæti í Bestu Deild Karla á næsta tímabili. Sigurinn í dag var sannfærandi og þýðir það að Mosfellingar mæta Vestra í úrslitaleik á Laugardalsvelli laugardaginn 30. september.

Sport
Fréttamynd

Gunnar Heiðar stýrir Njarðvíkingum næstu árin

„Ég er gríðarlega ánægður og spenntur að hafa náð samkomulagi við Njarðvík, um að hjálpa þeim í vegferðinni sem er framundan,“ segir Gunnar Heiðar Þorvaldsson í færslu á Facebook. Njarðvíkingar tilkynntu í gær að Gunnar hefði framlengt samning sinn við félagið til ársins 2025.

Sport
Fréttamynd

„Mjög sætt að hafa endað á toppnum“

„Það hefur aldrei verið jafn erfitt að komast upp úr þessari deild og nú í ár út af úrslitakeppninni,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Lengjudeildarmeistara ÍA, en liðið tryggði sér um helgina sæti í Bestu deild karla sumarið 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mann hefur dreymt um þessa stund“

„Fyrst og fremst algjörlega frábært að enda þetta tímabil svona, fara beint upp í efstu deild þar sem manni sem Skagamanni finnst að Skaginn eigi að vera og það sem maður ólst upp við,“ sagði Arnór Smárason um frábæran endi ÍA á tímabilinu en liðið leikur í Bestu deild karla í knattspyrnu að ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grinda­vík skoraði sjö og felldi Ægi

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í knattspyrnu í kvöld. Grindavík vann Ægi 7-2 og felldi liðið þar með niður í 2. deild. Njarðvík vann Þór Akureyri 3-0, ÍA vann Selfoss 1-0 og Grótta gerði 2-2 jafntefli við Þrótt Reykjavík. Þá vann Fylkir 3-2 sigur á Fram í Lengjudeild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allt jafnt í markaleik á Nesinu

Grótta og Fjölnir gerðu 3-3 jafntefli þegar liðin mættust í lokaleik 17. umferðar Lengjudeildar karla í kvöld. Fjölnir er áfram í þriðja sæti deildarinnar eftir jafnteflið.

Fótbolti