Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Um 800 börn bíða eftir leik­­skóla­­plássi í Reykja­­vík

Nú þegar fyrstu úthlutun leikskólaplássa er lokið í Reykjavík lítur út fyrir að um 800 börn verði á biðlista þann 1. september. Af þeim eru 548 þeirra 12 til 17 mánaða og 255 18 mánaða og eldri. Inn í þessum tölum eru 40 börn sem bíða en eru með pláss á sjálfstætt starfandi leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Viltu koma í ferða­lag?

Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein.

Skoðun
Fréttamynd

Reykja­víkur­borg svíkur í­búa Laugar­dals

Reykjavíkurborg hyggst ganga á bak eigin loforða um að framtíðaruppbygging skólastarfs í Laugardal verði á grundvelli farsælu skólanna okkar og óbreyttum hverfisbrag. Þegar borgaryfirvöld ákváðu á haustmánuðum 2022 að ganga í takt með íbúum hverfisins fögnuðu fulltrúar meirihlutans eftir „þverpólitískt samráð við hagaðila, stjórnendur, starfsmenn, foreldra og börn“.

Skoðun
Fréttamynd

1.715 börn fengið leik­skóla­pláss

Fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk föstudaginn síðastliðinn og höfðu þá foreldrar 1715 barna fengið boð og þegið vistum í borgarrekna leikskóla. Þá má áætla að sjálfstætt starfandi leikskólar bjóði um 350 börnum vistun frá og með hausti. Mörg þeirra barna eru einnig á biðlista fyrir borgarrekna leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Breyttar for­sendur kalli á nýjan ung­linga­skóla í Laugar­dal

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að óska eftir umsögnum um tillögu sem felur í sér að byggður verði nýr unglingaskóli í Laugardalnum. Áður hafði verið ákveðið að stefna að smíði viðbygginga við þá grunnskóla sem fyrir eru í Laugardalnum, til að bregðast við fjölgun nemenda. Forsendur eru hins vegar nú sagðar hafa breyst og sé nú stefnt á smíði sameinlegs skóla fyrir unglinga í Laugardal sem muni ganga í 8. til 10. bekk.

Innlent
Fréttamynd

Stutt við barna­fjöl­skyldur

Á Alþingi var vikunni mælt fyrir frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 2024, en við vinnslu fjárlaga lá ekki fyrir með hvaða hætti stjórnvöld myndu koma að gerð kjarasamninga. Með frumvarpi til fjáraukalaga er nú verið að leita aukinna fjárheimilda til Alþingis vegna samninganna.

Skoðun
Fréttamynd

Meintur fjárdráttur mikið á­fall fyrir starfs­fólk skólans

Kona á sextugsaldri hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt í störfum sínum sem skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn. Konan er sökuð um að hafa dregið að sér tæplega níu milljónir króna af fjármunum bæði grunnskóla og félagsmiðstöðvar í Langanesbyggð á tímabilinu 2016 til 2020. 

Innlent
Fréttamynd

„Fyrstur kemur fyrstur fær“: Börnum mis­munað í að­gengi að sumarnámskeiðum á vegum Reykja­víkur­borgar

Á hverju vori hefst kapphlaup meðal foreldra barna í yngstu stigum grunnskóla borgarinnar, þar sem keppt er um takmörkuð pláss í sumarstarf frístundaheimilanna. Að missa af plássi á frístundaheimili getur verið dýrkeypt fyrir heimilið, enda er dagvistun forsenda þess að foreldrar og forráðamenn komist til vinnu. Sumarleyfi barna í grunnskólum borgarinnar eru mun lengri en sumarleyfi á vinnumarkaði.

Skoðun
Fréttamynd

„Sögu­legir skór“ Mari Järsk á upp­boði

Hlaupaskórnir sem Mari Järsk var klædd í þegar hún hljóp 57 hringi í Bakgarðshlaupinu og sló Íslandsmet eru nú á uppboði. Uppboðið er á vegum góðgerðardags Hagaskóla, sem fór reyndar fram í fyrradag.

Lífið
Fréttamynd

Guð­ríður Hrund skipuð skóla­meistari MK

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Guðríði Hrund Helgadóttur í embætti skólameistara Menntaskólans í Kópavogi til fimm ára frá 1. ágúst 2024. Guðríður sótti ein um embættið.

Innlent
Fréttamynd

Að rækta garðinn sinn

Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór.

Skoðun
Fréttamynd

Van­efndir Flugakademíu Ís­lands

Á dögunum lýsti Flugakademía Íslands, einn af skólum Keilis, yfir gjaldþroti sem nam um hálfum miljarði króna. Margir fyrrum nemendur og kennarar segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti sín við Flugakademíuna og hefur þetta fengið nokkra fjölmiðlaumjöllun á undanförnum vikum og mánuðum.

Skoðun
Fréttamynd

Takk fyrir vettlingana!

Við, undirritaðir foreldrar, eigum það sameiginlegt að telja leikskóla- og daggæslumálum borgarinnar illa fyrir komið. Við erum foreldrar ungra barna sem höfum reynslu af úrræðaleysi í kjölfar fæðingarorlofs og þeim áhyggjum sem fylgja biðlistavanda leikskólanna.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er enginn sem verndar son okkar“

Foreldrar níu ára drengs í Kópavogi segjast ráðalausir gagnvart stöðugu líkamlegu og andlegu einelti sem sonur þeirra hafi orðið fyrir í skólanum undanfarið eitt og hálft ár. Þau lýsa alvarlegum barsmíðum af hálfu samnemenda sonarins en segja að skólayfirvöld aðhafist ekkert þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir. Þau bíða svara frá Barnavernd Kópavogs.

Innlent
Fréttamynd

Segir borgar­stjóra óttalegan vettling

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir vettlingagjörninginn hafa átt að vekja athygli á erfiðri stöðu foreldra ungabarna í Reykjavík. Gjörningurinn hafi ekki átt að vera innlegg í kjarabaráttu leikskólakennara og flokkurinn hafi aldrei boðað töfralausnir í málaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­kennarar ó­sáttir við vettlinga­­gjörning

Stjórn Félags leikskólakennara tekur ekki undir yfirlýsingar stjórnmálafólks þar sem boðaðar eru „skyndilausnir sem engu skila“. Í nýrri ályktun stjórnar félagsins segir að engin formleg vinna í tengslum við kjarasamninga sé í gangi varðandi skipulagningu skólastarfs í leikskólum og því síður vinna í gangi að skoða að taka fimm ára börn í grunnskóla.

Innlent
Fréttamynd

Þátt­taka nem­enda í „verk­föllum“ skráð sem „ó­heimil fjar­vist“

Þátttaka reykvískra grunnskólabarna í mótmælum á opinberum vettvangi á skólatíma skal afgreidd sem „óheimil fjarvist“ og vera skráð sem slík. Á sama tíma er eitt af leiðarljósum menntastefnu borgarinnar „barnið sem virkur þátttakandi“ þar sem virkni barna og lýðræðisleg þátttaka í leik og starfi er talin mikilvæg leiðarljós í menntastefnu.

Innlent
Fréttamynd

Leik­skóla­mál eru for­gangs­mál

Leikskólastigið, sem er hið fyrsta skólastig samkvæmt lögum, er oft í umræðunni vegna skorts á leikskólaplássum og mönnunarvanda. Minna fer fyrir umræðu um það faglega og framúrskarandi starf sem þar fer fram og þar er sannarlega af nógu að taka þrátt fyrir fyrrnefnda annmarka og í raun ótrúlegt að svo sé. Það má þakka gríðarlegri seiglu og dugnaði starfsfólks leikskóla um land allt.

Skoðun
Fréttamynd

Sex­tán hundruð vettlingar fyrir börnin sem bíða

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins kom í dag 1.600 barnavettlingum fyrir í Tjarnasal ráðhússins. Svipaður fjölda barna bíði nú eftir leikskólaplássi. Oddviti flokksins, Hildur Björnsdóttir, segir uppátækið ekki síst til þess að minna borgarstjóra á leikskólavandann.

Innlent