Fréttamaður

Rafn Ágúst Ragnarsson

Rafn Ágúst er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Biden skorar á Trump

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur skorað á mótherja sinn í tilvonandi forsetakosningum, hann Donald Trump, að mæta honum í kappræðum.

Þór­dís í sendi­nefnd til Georgíu vegna um­deildra laga

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, lýsir áhyggjum af því að nýsamþykkt lög um félagasamtök og fjölmiðla í Georgíu hafi neikvæð áhrif á stöðu landsins í hinum frjálsa heimi. Hún er stödd í Georgíu ásamt utanríkisráðherrum Eystrasaltsríkjanna.

Hunda­skítur fyrir utan kosningamiðstöð Baldurs vekur spurningar

Starfsmönnum kosningamiðstöðvar Baldurs Þórhallssonar brá heldur betur í brún þegar þeir komu að miklu magni af hundaskít, í og utan poka, við inngang kosningamiðstöðvarinnar snemma í gærmorgun. Grunur er um að honum hafi viljandi verið komið þarna fyrir af óprúttnum aðila sem skilaboðum.

Flug­vél Icelandair þurfti að snúa við

Flugvél Icelandair sem lögð var af stað til Glasgow í Skotlandi þurfti að snúa við skömmu eftir brottför. Vélin tók á loft rétt fyrir hálf ellefu í morgun en upp úr ellefu barst boðun um vélarvanda og óskað var eftir því að vélinni yrði snúið við.

Full­trúar Talíbana á ráð­stefnu í Ósló

Ráðstefnan Afghanistan Future Though Forum hefur farið fram í Ósló síðustu daga þar sem fulltrúar Talíbana eru meðal gesta. Utanríkisráðherra Noregs segir að það séu ekki leiðtogar Talíbana sem sækja fundi heldur fulltrúar á þeirra vegum.

Vann fimm­tíu milljónir króna

Einn heppinn miðaeigandi hreppti fimmtíu milljón króna vinning þegar dregið var hjá Happdrætti Háskóla Íslands í kvöld. Hann fékk sem sagt fimmfalda Milljónaveltu. Miðaeigandinn var búinn að eiga happamiðann í fjölda ára og gladdist gríðarlega þegar hann fékk fréttirnar að sögn Happdrættisins.

Framá­maður AfD sektaður fyrir að nota slag­orð nas­ista

Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi.

1.715 börn fengið leik­skóla­pláss

Fyrsta hluta úthlutunar leikskólaplássa lauk föstudaginn síðastliðinn og höfðu þá foreldrar 1715 barna fengið boð og þegið vistum í borgarrekna leikskóla. Þá má áætla að sjálfstætt starfandi leikskólar bjóði um 350 börnum vistun frá og með hausti. Mörg þeirra barna eru einnig á biðlista fyrir borgarrekna leikskóla.

Sjá meira