Fréttastjóri

Kolbeinn Tumi Daðason

Kolbeinn Tumi er fréttastjóri Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Slapp við meiðsli á höfði og hrygg

Mikil mildi var að rúmlega fertug kona slasaðist ekki lífshættulega þegar ekið var á kyrrstæðan bíl hennar á Suðurlandsvegi síðdegis á mánudag. Konan var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fyrir hendingu var í loftinu á æfingu þegar útkallið barst.

Jens fyllir í stóra skó Sig­fúsar Ægis hjá TBR

Jens Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri TBR. Hann tekur við starfinu af Sigfúsi Ægi Árnasyni sem hefur gegnt starfinu í um 43 ár. Sigfús Ægir lætur af störfum fyrir aldurs sakir í haust.

Barbara Hannigan stjórnar Sin­fóníu­hljóm­sveitinni

Kanadíski hljómsveitarstjórinn og söngkonan Barbara Hannigan hefur verið ráðin aðalhljómsveitarstjóri og listrænn stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún mun taka við stöðunni í ágúst 2026 og gegna henni í þrjú starfsár.

Halla þótti standa sig best

Flestir þeirra sem fylgdust með kappræðum á RÚV vegna forsetakosninganna föstudagskvöldið 3. maí töldu Höllu Tómasdóttur hafa staðið sig best. Skammt á hæla Höllu komu Baldur Þórhallsson og Katrín Jakobsdóttir.

Sóttu veikan mann á skemmti­ferða­skip um­kringt haf­ís

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar flaug upp úr klukkan níu í morgun til aðstoðar farþega um borð í skemmtiferðaskipi við austurströnd Grænlands. Farþeginn hafði veikst skyndilega og óskaði læknir um borð eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar.

Settur for­stjóri skipaður for­stjóri

Óskar Jósefsson hefur verið skipaður nýr forstjóri Framkvæmdasýslunnar - Ríkiseignir, FSRE. Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, skipar Óskar en tuttugu manns sóttu um starfið.

Sjá meira