Ferðalög

Ferðalög

Greinar um ferðalög, ferðasögur og frábæra staði til að heimsækja.

Fréttamynd

Neitar að játa sig sigraðan gagnvart gróðureldunum

Þrjátíu slökkviliðsmenn hafa barist í dag á gosstöðvunum, með meiri tækjabúnaði en áður, við að koma í veg fyrir að gróðureldar breiðist út á Reykjanesskaga. Á sama tíma undirbúa Almannavarnir aðgerðir til bjargar innviðum. Þá hyggst lögregla vísa fólki burt af útsýnisstaðnum á Litla-Hrúti vegna þess að Veðurstofan skilgreinir hann sem hættusvæði.

Innlent
Fréttamynd

Vill finna fórnar­lömb fingra­langra flug­vallar­starfs­manna

Harpa Rós Júlíusdóttir hefur undanfarið reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Nú hefur hún fengið afhentan lista yfir hundruð muna sem lögreglan hefur haldlagt og leitar logandi ljósi að eigendum þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Magnaður mótorhjólahundur á Selfossi

Hundurinn Stormur Snær á Selfossi er engin venjulegur hundur því það sem honum þykir skemmtilegast að gera er að sitja á mótorhjólum eigenda sinna og rúnta með þeim um landið. Stormur er meira að segja með sérstök mótorhjólagleraugu og nammi í mótorhjólatöskunni sinni.

Innlent
Fréttamynd

Hvetja fólk til að hlaða í 80 prósent

Orka Náttúrunnar (ON) hvetur rafbílaeigendur til að hlaða bíla sína aðeins upp í 80 prósent eða nóg til að komast á næsta áfangastað. Það sé tillitssemi þegar aðrir séu að bíða eftir að komast að.

Innlent
Fréttamynd

„Alltaf varanlegur skaði eftir hvern bruna“

„Mér finnst sorglegt að sjá hversu margir eru illa brenndir,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðlæknir. Hún segir vaxandi tíðni vera á húðkrabbameini í heiminum, Ísland sé engin undantekning á því og minnir á mikilvægi þess að bera á sig sólarvörn. 

Innlent
Fréttamynd

Vildu ekki Pretty­boitjokko en fengu hann samt

Mikil gremja og reiði er meðal útskriftarnema Menntaskólans við Sund eftir að útskriftarferð á vegum Tripical til Krítar á Grikklandi fór ekki eins og til stóð. Ítrekaðar breytingar á brottfaratímum, vandræði með farangur, lélegt upplýsingaflæði og óánægja með bókun tónlistarmannsins Prettyboitjokko er meðal þess sem nemendurnir hafa agnúast út í. Hafa margir farið fram á að fá hluta ferðakostnaðarins endurgreiddan.

Neytendur
Fréttamynd

Staðfestu fulla endurgreiðslu skíðaferða vegna faraldursins

Hæstiréttur hefur staðfest niðurstöðu Landsréttar sem gerði Ferðaskrifstofu Íslands að endurgreiða viðskiptavinum sínum heildarverð skíðaferðar sem afpöntuð var vegna Covid-19 faraldursins. Ferðaskrifstofan taldi að heimild til að afpanta væri óhóflega íþyngjandi fyrir eignarétt þess.

Innlent
Fréttamynd

Svona leit Kefla­víkur­flug­völlur út árið 1982

Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag.

Innlent