Innlent

Þvingun úr landi og prestar í kisubúning

Lovísa Arnardóttir skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Fórnarlambið í meintu frelsissviptingarmáli var þvingað til að fara úr landi af meintum gerendum sínum. Hann var sendur til Möltu en maðurinn er þarlendur ríkisborgari. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til forsetakosninga stendur kosningabarátta tólf frambjóðenda sem hæst. Kannanir að undanförnu hafa sýnt fram á töluverða hreyfingu á fylginu. Heimir Már Pétursson mætir í myndver og fer yfir stöðuna.

Nýjar gossprungur gætu opnast með litlum sem engum fyrirvara og land heldur áfram að rísa í Svartsengi. Við ræðum málið við fagstjóra aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands í beinni.

Þá heyrum við í fararstjóra íslenska hópsins í Eurovision um slæmt gengi og keppnina í ár og kíkjum á presta sem klæða sig upp sem kisur fyrir barnastarfið.

Í Sportpakkanum hittum við fótboltamanninn Jón Guðna Fjóluson sem hefur sigrast á miklu mótlæti síðustu misseri og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til forsetaframbjóðandans Höllu Hrundar.

Klippa: Kvöldfréttir 13. maí 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×