Innlent

Meint fjár­kúgun, frelsissvipting og líkams­á­rás

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00.
Hádegisfréttir Bylgjunnar klukkan 12:00. vísir

Lögreglan á Suðurlandi hefur til rannsóknar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Til rannsóknar er meint frelsissvipting, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Sviss er sigurvegari Eurovision árið 2024. Söngvarinn Nemo hreppti sigurinn með flutningi sínum á laginu The Code með 591 stigi í gær. Ísland lenti í síðasta sæti undankeppninnar.

Fjölmenn mótmæli fóru fram í Tíflis í Georgíu í gær. Mótmælendur segja að ef umdeild lagabreyting nái fram að ganga verði vegið að frelsi einstaklinga og fjölmiðla í landinu.

Þá fjöllum við um dánaraðstoð og forvitnumst um kvikmyndahátíð sem fram fer á Patreksfirði næstu helgi.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 12. maí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×