Erlent

Fjórir lög­reglu­menn skotnir til bana í Charlotte

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikið lið lögregu var kallað á staðinn þegar skothríðin hófst. 
Mikið lið lögregu var kallað á staðinn þegar skothríðin hófst.  Melissa Melvin-Rodriguez/AP

Fjórir lögreglumenn voru skotnir til bana í bandarísku borginni Charlotte í Norður-Karólínu í nótt þegar þeir ætluðu að handtaka mann sem var eftirlýstur fyrir að eiga ólögleg skotvopn.

Þegar lögreglumennirnir komu á vettvang hóf maðurinn skothríð með þessum afleiðingum en hann var síðan felldur á lóð heimilis síns.

Fjórir aðrir lögreglumenn særðust en þeir komu á vettvang eftir að skotmaðurinn hafði verið felldur. Þá brást annar á heimilinu við með því að hefja einnig skothríð. Sá hafði lokað sig af inn í húsinu með öflugan riffil og upphófst þá þriggja tíma umsátur sem lauk með því að lögregla braust inn og notaði meðal annars brynvarða bíla til að brjóta niður veggina.

Þar fundust mæðgin, sautján ára piltur og móðir hans. Þau voru handtekin og sæta nú yfirheyrslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×