Innlent

Bæjar­stjórn fundaði með Þór­kötlu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Á fundinum var snert á ýmsum atriðum er varða uppkaup húsnæðis á svæðinu.
Á fundinum var snert á ýmsum atriðum er varða uppkaup húsnæðis á svæðinu. Grindavíkurbær

Bæjarstjórn Grindavíkur fundaði nú á föstudaginn með forsvarsfólki fasteignafélagsins Þórkötlu sem stofnað var 27. febrúar 2024 sérstaklega til að annast kaup, umsýslu og ráðstöfun húsnæðis í Grindavík. Farið var yfir verkferla og hvernig unnið væri með málefni þeirra sem óskað hafa eftir uppkaupum.

Það kemur fram í tilkynningu á síðu Grindavíkurbæjar að þar sem uppkaupin hafa verið í forgangi hjá Þórkötlu hafi hvorki verið ákveðið leiguverð né umgengnisrétt. Bæjarstjórnin hafi reifað þær vangaveltur sem hafa verið íbúum hugleiknar undanfarnar vikur og mánuði.

Segja forsvarsmenn Þórkötlu að ekki hafi verið ákveðið það verð sem fasteignir verða keyptar aftur á þar sem afgreiðsla á uppkaupi er í forgangi. Jafnframt að ekkert sé því til fyrirstöðu að aðrir kaupi eignirnar þegar gengið hefur verið frá kaupsamningum við þá aðila sem hyggjast ekki nýta forkaupsréttinn sinn.

Fresturinn sem fasteignaeigendur hafa til að ákveða hvort þeir vilji selja er 31. desember en Þórkatla segir að verði tilefni til endurskoðunar verði það í haust. Annars hafi það ekki verið rætt sérstaklega.


Tengdar fréttir

Atvinnurekendur í Grindavík krefjast úrræða

Hópur grindvískra atvinnurekenda segir fyrirtæki í Grindavík komin að þolmörkum og kalla eftir að úrræði sem kynnt verða fyrir þinglok verði úrræði sem miða að fyrirtækjum sem geta og vilja starfa í Grindavík, fyrirtækjum sem þurfa að flytja starfsemi sína og þeim sem sjá hvorki rekstrargrundvöll í né utan Grindavíkur og vilja uppkaup á atvinnuhúsnæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×