Viðskipti innlent

Hákon nýr öryggis­stjóri Arion

Atli Ísleifsson skrifar
Hákon L. Akerlund.
Hákon L. Akerlund. Arion banki

Hákon L. Akerlund hefur tekið við starfi öryggisstjóra Arion banka.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Arion banka. Þar kemur fram að Hákon komi til Arion banka frá Landsbankanum. Þar starfaði hann við öryggismál á upplýsingatæknisviði frá árinu 2008 til ársins 2011 þegar hann tók við starfi öryggisstjóra upplýsingatækni.

„Áður en Hákon hóf störf hjá Landsbankanum starfaði hann hjá EJS frá árinu 1999 og þar áður gegndi hann starfi aðstoðarmanns sendiherra Íslands í sendráðinu í Stokkhólmi frá árinu 1988,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×