Viðskipti innlent

Kaupa Dive.is að fullu

Atli Ísleifsson skrifar
Höskuldur Elefsen er framkvæmdastjóri Dive.is.
Höskuldur Elefsen er framkvæmdastjóri Dive.is. Aðsend

Kynnisferðir, sem starfa undir vörumerkinu Icelandia, hafa gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Dive.is.

Sagt er frá þessu í tilkynningu. Þar segir að fyrir hafi Kynnisferðir átt 51 prósenta hlut í félaginu á móti Tobias Klose. 

„Dive.is sérhæfir sig í köfunar- og snorklferðum í Silfru auk þess að bjóða upp á námskeið í köfun. Félagið leggur mikið uppúr upplifun viðskiptavina enda er það í efsta sæti á Tripadvisor yfir fyrirtæki sem bjóða uppá afþreyingu frá Reykjavík og er þar með meira en tólf þúsund fimm stjörnu umsagnir. Dive.is er auk þess fimm stjörnu PADI köfunarskóli sem kennir flest þurrbúninganámskeið á ári í allri Evrópu,“ segir í tilkynningunni.

Kemur fram að velta Dive.is á síðasta ári hafi verið 575 milljónir króna og hafi að jafnaði 24 starfsmenn starfað hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×