Innlent

Hraunfossinn í nær­mynd

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Skjáskot af upptöku Björns, sem nálgast má neðar í fréttinni. 
Skjáskot af upptöku Björns, sem nálgast má neðar í fréttinni.  Björn Steinbekk

Hraunfoss rennur nú yfir gígbarminn í eina gígnum sem enn lifir í eldgosinu við Sundhnúka. Björn Steinbekk flaug dróna yfir gosið fyrr í dag og fangaði sjónarspilið í nærmynd.

Tilkomumikið sjónarspil af yfirfallinu sást á vefmyndavélum í dag, en hraun fór að renna yfir gígbarminn um þrjúleytið í dag. 

Eldfjalla og Náttúruvárhópur Suðurlands útskýrði atburðarásina svo að útfallið, sem undanfarna daga hefur miðlað öllu hraunrennsli í eldgosinu í lokaðri hraunrás undan gígnum, hafi stíflast og yfirborð hrauntjarnarinnar fyrir neðan gíginn hafi í kjölfarið fallið. Á sama tíma hafi yfirborðið innan gígsins hækkað hratt þar til hraunbráðin tók að leka yfir gígbarminn.

Myndir Björns Steinbekk af sjónarspilinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×