Innherji

Til­­­boð Ís­lands­banka í TM var með fyrir­vara um sam­þykki hlut­hafa­fundar

Hörður Ægisson skrifar
Íslandsbanki var á meðal tilboðsgjafa í allt hlutafé tryggingafélagsins TM en bankinn er að 42,5 prósenta hluta í eigu ríkissjóðs. Ólíkt því sem átti við um tilboð Landsbankans þá var sérstakur fyrirvari gerður í tilboðinu frá Íslandsbanka um að kaupin þyrftu samþykki hluthafa.
Íslandsbanki var á meðal tilboðsgjafa í allt hlutafé tryggingafélagsins TM en bankinn er að 42,5 prósenta hluta í eigu ríkissjóðs. Ólíkt því sem átti við um tilboð Landsbankans þá var sérstakur fyrirvari gerður í tilboðinu frá Íslandsbanka um að kaupin þyrftu samþykki hluthafa. Vilhelm Gunnarsson

Tilboð Íslandsbanka, sem er að minnihluta í eigu ríkissjóðs, í allt hlutafé TM var meðal annars háð því skilyrði að kaupin yrðu í kjölfarið samþykkt af hluthöfum bankans. Því var hins vegar ekki fyrir að fara hjá Landsbankanum þegar fallist var á skuldbindandi tilboð hans upp á samtals nálægt 30 milljarða króna í tryggingafélagið.


Tengdar fréttir

Bankasýslan kom af fjöllum þegar tilkynnt var um kaupin

Forstjóri Bankasýslu ríkisins segir að stofnuninni hafi verið alls ókunnugt um kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum. Landsbankinn haldi því fram að upplýst hafi verið um áhuga bankans á kaupunum í óformlegu símtali til stjórnarformanns Bankasýslunnar.

Lýsir yfir vonbrigðum og krefst frestunar aðalfundar

Bankasýsla ríkisins hefur lýst yfir vonbrigðum með ákvarðanatöku og upplýsingagjöf bankaráðs Landsbankans um kaup bankans á TM. Bankasýslan krefst þess að aðalfundi Landsbankans verði frestað um fjórar vikur vegna fyrirséðra áhrifa kaupanna á dagskrá, umræður og niðurstöður fundarins.

„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×