Innlent

Tóku niður cri­memar­ket.is

Atli Ísleifsson og Telma Tómasson skrifa
Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tók þátt í alþjóðlegri lögregluaðgerð í síðustu viku þar sem fíkniefnamarkaður sem kallaður er crimemarket.is var tekinn niður. Ekki leikur grunur á að Íslendingar séu viðriðnir málið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að ráðist hafi verið í aðgerðina í samstarfi við lögregluna í Dusseldorf, ríkislögreglunni í Norðurrín-Vestfalíu og hollensku lögreglunni.

„Tilgangurinn var að taka niður fíkniefnamarkað sem kallaður var crimemarket.is og komu fjórir þýskir lögreglumenn til landsins í tengslum við aðgerðina.

Hún tókst mjög vel, en við aðgerðina var enn fremur notið aðstoðar frá Internet á Íslandi, ISNIC.

Málið féll undir að vera misnotkun á íslenskum innviðum og var þetta liður í að verja þá. Skráðir notendur á þessum vef voru um 180 þúsund, þar af 30 þúsund notendur mjög virkir. 

Crimemarket.is er nú í umsjá þýsku lögreglunnar. Vefurinn er enn opinn, en það er gert til að safna frekari sönnunargögnum,“ segir í tilkynningunni.

Í samtali við fréttastofu segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, að hluti vefsins hafi verið hýstur hérlendis og verið með íslenska kennitölu. Ekki leiki þó grunur á um að Íslendingar séu viðriðnir málið. Þýska lögreglan sendu þeirri íslensku réttarbeiðni um að vefurinn yrði tekinn niður, sem orðið var við. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×