Viðskipti innlent

Falið að stýra sam­skipta- og markaðs­málum HR

Atli Ísleifsson skrifar
Ásthildur Gunnarsdóttir starfaði síðast hjá Veritas-samstæðunni.
Ásthildur Gunnarsdóttir starfaði síðast hjá Veritas-samstæðunni. HR

Ásthildur Gunnarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík. 

Í tilkynningu segir að Ásthildur hafi starfað í samskipta- og markaðsmálum í rúm tíu ár og sérhæft sig í stafrænni markaðssetningu og viðskiptastýringu.

„Ásthildur kemur frá Veritas samstæðunni þar sem hún gegndi starfi deildarstjóra sölu- og þjónustu og markaðsstjóra Stoðar. Um árabil starfaði hún á auglýsingastofunni Sahara sem rekstrarstjóri innan samfélagsmiðladeildar.

Ásthildur er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk síðar Executive MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2018.

Samskiptasvið Háskólans í Reykjavík heldur utan um markaðsmál og ásýnd skólans, innri og ytri samskipti, útgáfu, hönnun og framleiðslu, viðburði, samfélagsmiðla og vefmál, almannatengsl og þjónustu við fjölmiðla.

Samskiptasvið miðlar upplýsingum um starfsemi HR til starfsfólks, nemenda og almennings með sérstaka áherslu á vísindamiðlun, rannsóknir, nýsköpun og námsframboð.

Ásthildur hefur þegar hafið störf í HR,“ segir í tilkynningunni.

Stefán Hrafn Hagalín gegndi síðast stöðunni en hann lét af störfum síðastliðið haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×