Innherji

Inn­flæði í ríkis­bréf knúði Seðla­bankann í nærri tíu milljarða gjald­eyris­kaup

Hörður Ægisson skrifar
Gjaldeyriskaup Seðlabankans á markaði á föstudaginn voru þau fyrstu sem hann stendur að frá því um vorið 2022.
Gjaldeyriskaup Seðlabankans á markaði á föstudaginn voru þau fyrstu sem hann stendur að frá því um vorið 2022. Vilhelm Gunnarsson

Á fyrstu vikum ársins hafa erlendir fjárfestar bætt við stöðu sína í löngum ríkisbréfum fyrir að lágmarki vel á annan tug milljarða króna. Seðlabankinn réðst í umfangsmikil gjaldeyriskaup síðastliðinn föstudag, þau fyrstu í meira en tuttugu mánuði, til að mæta miklu fjármagnsinnflæði þegar erlendur sjóður keypti stóran hluta alls útboðs ríkisins á óverðtryggðum bréfum.


Tengdar fréttir

Kaup er­lendra sjóða á ríkis­bréfum jukust hröðum skrefum undir lok ársins

Erlendir fjárfestar héldu áfram að bæta við stöðu sína í íslenskum ríkisskuldabréfum á síðasta mánuði ársins 2023 eftir að hafa sýnt þeim lítinn áhuga um nokkurt skeið þar á undan. Hlutfallsleg eign þeirra á útistandandi ríkisbréfum jókst þannig um meira en helming á fjórða ársfjórðungi samhliða því að gengi krónunnar hafði gefið nokkuð eftir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×