Innlent

Erfið aksturs­skil­yrði á norðan­verðu landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Reiknað er með að það dragi úr ofankomu í nótt.
Reiknað er með að það dragi úr ofankomu í nótt. Getty

Gera má ráð fyrir að akstursskilyrði verði víða erfið á norðanverðu landinu í dag. Blint verður í snjókomu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar. Þar kemur fram að einkum verði færðin erfið á Vatnsskarði, Þverárfjalli og Öxnadalsheiði.

Reiknað er með að það dragi úr ofankomu í nótt.

Á suðvesturhorni landsins má reikna með að verði hálka, snjóþekja eða hálkublettir á flestum leiðum.


Tengdar fréttir

Norðan­átt og víða snarpir vind­strengir við fjöll

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan- og norðvestanátt í dag þar sem víða verða tíu til átján metrar á sekúndu. Reikna má með að verði snjókoma með köflum á norðanverðu landinu og líkur á versnandi færð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×