Viðskipti erlent

Prent­vélar elsta dag­blaðs í heimi þagna

Kjartan Kjartansson skrifar
Eintök af Wiener Zeitung á kaffihúsi í Vín í Austurríki. Dagblaðið hættir nú að koma út en það gerir tilkall til þess að vera elsta dagblað í heimi. Það hefur komið út í meira en þrjú hundruð ár.
Eintök af Wiener Zeitung á kaffihúsi í Vín í Austurríki. Dagblaðið hættir nú að koma út en það gerir tilkall til þess að vera elsta dagblað í heimi. Það hefur komið út í meira en þrjú hundruð ár. Vísir/Getty

Elsta starfandi dagblað í heimi hættir að koma út á prenti eftir atkvæðagreiðslu á austurríska þinginu í dag. Blaðið hefur komið út frá árinu 1703 og sagði meðal annars frá uppgangi Mozarts og endalokum keisaraveldis Habsborgara.

Wiener Zeitung hefur verið í eigu austurríska ríkisins frá 1857. Það er öðrum þræði opinbert lögbirtingarblað þar opinber störf eru auglýst og opinberar tilkynningar birtast samkvæmt lögum. Tekjur af auglýsingum og tilkynningum fjármagnaði fréttaflutning blaðsins, að sögn Deutsche Welle.

Austurríska þingið samþykkti að afnema lög sem skyldaði ríkið og fleiri fyrirtæki til þess að auglýsa í prentútgáfu blaðsins. Sebastian Kurz, kanslari, hefur sagt að það sé ekki hlutverk ríkisins og reka og fjármagna dagblaðsrekstur.

Starfsfólk og lesendur Wiener Zeitung hefur haldið nokkur mótmæli gegn áformunum fyrir utan þinghúsið í Vín. Rekstur fjölmiðilsins leggst þó ekki alveg af með breytingunni. Fréttavef hans og mánaðarlegri blaðaútgáfu verður haldið áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×