Innlent

Tillaga að framboðslista í NV-kjördæmi kynnt á morgun

MYND/GVA
Tillaga að endanlegum lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar verður kynnt á kjördæmisþingi í Reykjaskóla í Hrútafirði um helgina, en samkvæmt henni skipa þátttakendur úr prófkjöri flokksins í kjördæminu sjö af níu efstu sætum listans. Skessuhorn birtir listann og segist hafa hann samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Hann lítur svona út:

1. Guðbjartur Hannesson skólastjóri Akranesi

2. Séra Karl V. Matthíasson Reykjavík

3. Anna Kristín Gunnarsdóttir alþingismaður Sauðárkróki

4. Sigurður Pétursson bæjarfulltrúi Ísafirði

5. Helga Vala Helgadóttir laganemi Bolungarvík

6. Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur Snæfellsbæ

7. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor Sauðárkróki

8. Jóhannes Freyr Stefánsson húsasmiður Borgarbyggð

9. Bryndís Friðgeirsdóttir svæðisfulltrúi Ísafirði



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×