Sport

Keflavík valtaði yfir Skallagrím

Keflvíkingar hafa náð forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Skallagrím 2-1 eftir 129-79 sigur á heimavelli sínum í þriðja leiknum í kvöld. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík en Jovan Zdravevski skoraði 19 stig fyrir Skallagrím. Keflvíkingar skoruðu 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi og þar geta Keflvíkingar tryggt sér sæti í úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×