Innlent

Bylur í Japan raskar Formúlukeppni

Tímataka í Formúlu eitt á Suzuka brautinni í Japan núna um helgina var færð frá laugardegi yfir á sunnudagsmorgun vegna fellibyls sem yfir landið gengur. Gert var ráð fyrir að fellibylurinn skylli á Japan á aðfararnótt laugardags, með úrhellisrigningu og ofsaroki. Tímatakan hefst klukkan tíu á sunnudagsmorgni að staðartíma í Japan, eða á miðnætti í kvöld. Auglýst dagskrá Sjónvarps raskast af þessum sökum og hefst bein útsending frá tímatökunni klukkan fimmtán mínútur gengin í eitt í nótt. Kappaksturinn sjálfur á að hefjast á réttum tíma, en útsending Sjónvarps vegna hans hefst klukkan fimm á sunnudagsmorgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×