Innlent

Tafir á Eyjaflugi í gær

Tafir urðu á flugi til Vestmannaeyja í gærmorgun vegna hvassviðris í Eyjum. Flugi klukkan hálfátta var frestað, en þær upplýsingar fengust hjá flugmálastjórn í Eyjum að þar hefði verið misvindasamt og vindhraði farið upp í 40 hnúta í hviðum, en það eru 20,5 metrar á sekúndu. Allir komust þó til Eyja með flugi í gær sem vildu, þrátt fyrir töfina, samkvæmt upplýsingum Flugfélags Íslands. Ein vél fór í hádeginu og svo önnur klukkan átta í gærkvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×