Innlent

Kuldaskoti að ljúka

Fyrsti snjór haustsins á Akureyri féll í gær. Veðurstofan gerir ráð fyrir því að kuldaskotinu sem gengið hefur yfir landið ljúki í kvöld og nótt. Í gærkvöld var gert ráð fyrir að éljagangur yrði á Norður- og Norðausturlandi í nótt og jafnvel fram eftir degi í dag, að sögn veðurfræðings. Ekki var gert ráð fyrir að snjó festi á jörðu, þar sem sjór fyrir norðan land er mjög hlýr um þessar mundir. Í kvöld er gert ráð fyrir að hlýni í veðri, fyrst vestan lands en síðan um land allt. Sæmilega hlýtt verður næstu daga, allt fram á sunnudag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×