Menning

Rafknúið hlaupahjól

Nýjasta faratækið á götum borgarinnar er rafknúið hlaupahjól. Hjólið virkar eins og gömlu góðu hlaupahjólin en á því er lítill rafmagnsmótor sem auðveldar hlaupin. Hámarkshraði hlaupahjólanna er 12 kílómetrar á klukkustund. Það tekur um fjóra til sex klukkutíma að hlaða rafgeyminn og er honum stungið í samband í venjulega innstungu, ekki ólíkt því og gert er með gsm-síma. Geyminn er hægt að hlaða 280 sinnum Hjólin, sem heita á ensku scooters, teljast til reiðhjóla og er því skylt að bera hjálm þegar þeyst er um borgina á því. Rafnknúnu hlaupahjólin njóta talsverðra vinsælda hjá blaðburðarbörnum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×