Skoðun

Fréttamynd

Katrínu á Bessa­staði

Brynja Þorbjörnsdóttir

Það er leitt að valda vonbrigðum þeim sem hafa farið mikinn í að halda því fram að það séu bara sægreifar, innvígðir sjálfstæðismenn, valdaklíkan og erlend mafía, sem styðji framboð Katrínar, svo fátt eitt sé nefnt sem hefur verið dregið á flot til að reyna að draga niður framboð Katrínar og alla þá sem dirfast að lýsa yfir stuðningi við hana.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Eru stjórn­völd að virða réttindi barna á flótta?

„Börn sem þurfa að flýja heimaland sitt sem flóttamenn eiga rétt á vernd og stuðningi við að nýta sér þau réttindi sem þau eiga samkvæmt Barnasáttmálanum í nýja landinu.“ Svona hljóðar 22. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem fjallar um börn sem flóttamenn.

Skoðun
Fréttamynd

For­seti Ís­lands, Baldur Þór­halls­son

Kynhneigð fólks er ekki persónan. Kyn, kynhneigð eða kynvitund hafa vissulega áhrif á afstöðu einstaklingsins til mála sem tengjast þeim þáttum, ekki síst ef viðkomandi hefur mætt fordómum. En hver við erum sem kynverur er aðeins brot af hinu flókna vélvirki persónuleikans; hver manneskja er svo miklu meira en bara kyn, kynhneigð eða kynvitund.

Skoðun
Fréttamynd

For­setinn má ekki fara á taugum

Embætti forseta Íslands er síður en svo tilgangslaust embætti. Það er ekki valdamikið í hefðbundum pólitískum skilningi en þegar reynir á er forsetinn sameiningartákn þjóðarinnar. Forseti Íslands þarf að vera yfirvegaður, hafa jafnaðargeð og á stundum stáltaugar.

Skoðun
Fréttamynd

„Brandarinn er búinn!“

Þessari setningu hafa nokkrir góðir vinir mínir slengt fram þegar ég hef sagt þeim frá einörðum stuðningi mínum við Jón Gnarr í forsetakosningunum sem framundan eru. „Brandarinn er búinn!“, er fullyrt. „Trúðalestin stopp!“ „Ekki meira sprell takk!“

Skoðun
Fréttamynd

Katrín kann sig

- Það er eitthvað um að vera í Hörpu, einhverjir stórlaxar að koma, eitthvað Evrópudæmi, Sinfó á að spila, ég stjórna.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­gæsla er mikil­væg grunn­þjónusta við fólkið í landinu

Þrátt fyr­ir að öryggi fólks sé fyrsta skylda ríkisins blas­ir al­var­leg innviðaskuld við hvað varðar löggæslu í landinu. Engu að síður er ætlun ríkisstjórnarinnar að herða ólina að löggæslu í nýjustu fjármálaáætlun með 1.500 millj­ón­ir aðhaldskröfu á lög­gæslu­stofn­an­ir lands­ins.

Skoðun
Fréttamynd

Menntamorð

Þjóðarmorð felst meðal annars í því að „þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til þess að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans“ (eins og segir í sáttmála Sameinuðu þjóðanna um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð).

Skoðun
Fréttamynd

Náttúru­minja­safn Ís­lands má sinna sýninga­haldi!

Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið skoðun á kvörtun Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Perlu norðursins hf. (PN) frá því í janúar í fyrra vegna áforma Náttúruminjasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins ásamt Þjóðminjasafni Íslands og Listasafni Íslands, um að starfrækja sýningu með ríkisframlagi í nýjum höfuðstöðvum safnsins á Seltjarnarnesi.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna þurfti að farga bókinni?

Fjallað var um það í fjölmiðlum fyrr í vikunni að farga hefði þurft 30.000 eintökum af bók sem til stendur að gefa út í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins í ár. Ástæðan var sögð sú að Katrín Jakobsdóttir hefði skrifað formála að bókinni áður en hún lét af embætti sem forsætisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Hjarta um­hverfis­mála

Um aldamótin síðustu hóf ég meistaranám í umhverfisfæði við Háskóla Íslands. Umhverfisverndin var þá hálfgert jaðarsport sem ekki öllum þótti fínt að stunda. Fólk setti upp spurnarsvip er ég sagði því hvað ég væri að læra og sum hváðu og spurðu hvort ég væri að læra umferðarfræði.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­sjónir og fræði­mennska – ein­stakt vega­nesti Baldurs í em­bætti for­seta Ís­lands

Eins og aðrir landsmenn stend ég frammi fyrir því að velja milli frambjóðenda til embættis forseta Íslands. Það er mikið gleðiefni að fyrir hendi eru hæfir og frambærilegir kandidatar sem myndu sóma sér vel á Bessastöðum. Ef marka má skoðanakannanir eiga margir erfitt með að velja milli þeirra. Mitt val hefur hins vegar verið auðvelt. Ég kýs Baldur.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land hástökkvari í mál­efnum hin­segin fólks

Þær gleðifréttir bárust í gær að Ísland hefur tekið stökk upp í 2. sæti á nýuppfærðu Regnbogakorti Evrópusamtaka hinsegin fólks (ILGA Europe) og er áfram í efsta sæti á réttindakorti trans fólks í Evrópu. Frá 2018 hefur Ísland því farið upp um 16 sæti á Regnbogakortinu en það ár var Ísland í 18. sæti. 

Skoðun
Fréttamynd

Ban­vænt að­gerðar­leysi

Ímyndaðu þér að vera með banvænan sjúkdóm. Þú leitar þér hjálpar en kemst svo að því að það eru hundruðir manns á undan þér í biðröð og þú færð ekki hjálp. Þetta er raunveruleikinn fyrir yfir 700 manns sem bíða eftir að komast inn á Vog og fyrir aðra 100 sem bíða eftir að komast í meðferð á Krýsuvík.

Skoðun
Fréttamynd

Viltu koma í ferða­lag?

Ferðamál, ferðamennska og ferðamálafræði hefur verið ástríða mín lengi, og ég trúi því að nám í ferðamálafræði sé lykillinn að því að skilja ferðaþjónustuna og ferðamennsku og hvernig hún getur haft jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Ferðamálafræði býður upp á einstakt tækifæri til að kafa djúpt í þessa spennandi og þverfaglegu námsgrein.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég kýs homma“

Árið 1980 brutum við Íslendingar í sögunni blað þegar við kusum Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta. Var hún þar með fyrsta kona heims sem var lýðræðislega kjörin til að gegna hlutverki þjóðhöfðingja. Aðeins fimm árum eftir fyrsta kvennafrídaginn - sem er dálítið magnað ef við pælum í því.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­rekki

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi skrifaði bók sem gefin var út sl. haust og fjallaði um hugrekki. Því hefur lengi verið haldið fram að við séum hugrökk þjóð en ég velti fyrir mér hvort okkur sé farið að förlast; séum jafnvel orðin leiðitöm.

Skoðun
Fréttamynd

Afvegaleiðing SFS?

Á dögunum lagði matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, fram frumvarp um lagareldi sem átti að hennar sögn að skýra reglur og eftirlit með iðnaðinum og stuðla þannig að umfangsmiklum úrbótum í umhverfisvernd. Þar að auki nefndi ráðherrann að lagt væri upp með að frumvarpið myndi styrkja og skýra lagaheimildir um afturköllun rekstrarleyfa ef fyrirtæki gerðust brotleg við lög.

Skoðun
Fréttamynd

Jón Gnarr fyrir dýra­verndina

Í kosningum hvort, sem er til sveitarstjórnar, þings eða forseta lærði ég þá gullnu reglu af föður mínum heitnum að einblína á áherslur frambjóðenda til ákveðins viðfangsefnis.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­réttinda­stofnun verður að veru­leika

Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands. Meginhlutverk stofnunarinnar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­starf við lands­byggðina

Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu.

Skoðun
Fréttamynd

Lausnin út í mýri?

Ágæti lesandi, árið er 2024 og Sameinuðu þjóðirnar hafa talað, áratugur 2021 til 2030 eru áratugurendurheimtar vistkerfa (e. ecosystem restoration). Markmiðið er að draga úr hnignun og snúa við eyðingu með áherslu á að endurheimta það sem hefur glatast.

Skoðun
Fréttamynd

Takk Ís­land fyrir upp­lýsandi kosninga­bar­áttu!

Baráttan um Bessastaði hefur verið mjög upplýsandi fyrir mig og aðra þá íslendinga sem aðhyllast lýðræði og að Ísland sé friðsælt starfandi lýðræðisríki í orðum og gjörðum. En nú er vá fyrir dyrum. Í framboði til forseta Íslands er fyrrv. forsætisráðherra sem misnotað hefur og dregið hefur fólk að ósekju fyrir Landsdóm auk þess að beita sér fyrir vopnakaupum til aðila í stríðsátökum.

Skoðun