Lífið

Rak umboðsmanninn og réði pabba sinn

Söngkonan Dua Lipa hefur sagt skilið við umboðsmanninn sinn og réði pabba sinn Dukagjin í staðin en sjálfur var hann í rokkhljómsveit á sínum tíma. Hún er ekki að leita að öðrum umboðsmanni til þess að fylla í stöðuna eins og er svo feðginin munu starfa saman um óákveðin tíma. Áður voru það Ben Mawson og Ed Millet hjá TaP Management sem sáu um hennar  mál.

Lífið

Justin Bieber er með Covid og frestar tónleikum

Söngvarinn Justin Bieber þurfti að aflýsa tónleikum sínum í Las Vegas í gær með aðeins sólarhrings fyrirvara. Fulltrúi poppstjörnunnar staðfesti í samtali við People að ástæðan væri að Bieber greindist með Covid.

Lífið

Dóra og Egill eru orðin hjón

Dóra Jóhannsdóttir leikkona og Egill Einarsson gengu í hjónaband þann 12. febrúar síðastliðinn. Dóra birti fallegar brúðkaupsmyndir á samfélagsmiðlum frá stóra deginum.

Lífið

Brynja Hjálms­dóttir hlaut Ljóð­staf Jóns úr Vör

Brynja Hjálmsdóttir hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 2022 fyrir ljóð sitt Þegar dagar aldrei dagar aldrei. Ljóðstafurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi í dag en tuttugu ára afmæli hátíðarinnar er fagnað um þessar mundir.

Menning

Njálssaga myndskreytt með 150 teikningum

Segja má að Brennu – Njálssaga hafi öðlast nýtt líf og „lifnað“ við með hundrað og fimmtíu teikningum af vettvangi atburða í sögunni. Myndirnar verða notaðar á skólavef aðallega ætluðum framhaldsskólum með styttri texta og útskýringum á tölvutæku formi og auðlesnari máli en í frumritinu

Menning

Ætla aldrei að eignast börn og segja fólk af­skipta­samt

Fólk sem hefur tekið ákvörðun um að eignast aldrei börn segir að konur verði fyrir meira aðkasti en karlar þegar kemur að barnleysi. Maður sem ákvað að fara í ófrjósemisaðgerð segir að heilbrigðiskerfið reyni að stýra fólki frá þeirri ákvörðun að fara í aðgerðina.

Lífið

Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel

Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina.

Lífið

„Lífið er of stutt fyrir vondan mat“

Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Heilsa

Licorice Pizza: Hvað ertu að gera okkur, Paul Thomas Anderson?

Nýjasta kvikmynd Paul Thomas Anderson, Licorice Pizza, er nú sýnd í Bíó Paradís. Hún fjallar um hinn fimmtán ára Gary, sem getur ekki látið hina 25 ára Alönu í friði. Gary er bráðþroska, á meðan Alana virðist algjörlega stöðnuð í þroska. Allt við framvindu myndarinnar er rangt, líkt og pizza með lakkrís (þó svo titillinn vísi í vínylplötur). 

Gagnrýni

Horizon Forbidden West: Í meistaraflokki opinna heima

Horizon Forbidden West gefur Horizon Zero Dawn, forvera sínum, lítið eftir að mestu leyti. Vélmennarisaeðlur eru enn skemmtilegir óvinir, persónurnar vel talsettar og áhugaverðar og leikurinn lítur fáránlega vel út. Sagan hefur þó ekki fangað mig eins og HZD, þó hún sé áhugaverð.

Leikjavísir