Lífið

Eiga fimm hundruð metra eftir á toppinn

Þeir Arnar Hauksson og Sebastian Garcia eru nú nærri því að ná á topp Aconcague, hæsta fjalls Ameríku. Myndlistarmaðurinn Tolli ætlaði á topp fjallsins en hætt við í gær. Þeir Arnar og Sebastian áttu einungis fimm hundruð metra eftir á toppinn í morgun.

Lífið

Skráði sig í leik­listar­nám eftir að hafa reynt við suður-kóreska Idolið

Leikkonan Aldís Amah Hamilton sem slegið hefur í gegn í þáttunum Svörtu söndum á Stöð 2, segir það ekki endilega hafa legið beinast við að hún færi í leiklist. Hún komst til að mynda aldrei inn í nemendasýningu Verzlunarskólans. Eftir að dómari í suður-kóreska Idolinu sagði henni að hún væri með leikhúslega rödd ákvað hún þó að skrá sig í prufur fyrir leiklistarnám við Listaháskólann.

Lífið

Sonur Reginu King svipti sig lífi

Ian Alexander Jr. sonur Óskarsverðlaunahafans Reginu King svipti sig nýverið lífi. Hann átti 26 ára afmæli á miðvikudaginn og var hann einkabarn King sem hún átti með fyrrverandi eiginmanni sínum.

Lífið

Ferðalöngum létt þegar fregn af áfengisleysi reyndist röng

Forseti Íslands var með í för þegar hópur Íslendinga tók leiguflug til Búdapest til þess að hvetja strákana okkar áfram gegn heimsmeisturum Dana á EM í handbolta. Óhætt er að fullyrða að stemningin hafi verið gríðarleg allt frá því að komið var inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fullyrðing eins ferðalangs um að um áfengislaust flug væri að ræða féll hins vegar í grýttan jarðveg. Þá vakti kátínu blaðamanns þegar sjálfur forsetinn var spurður hvort hann væri Íslendingur.

Lífið

Nýr blandari frá KitchenAid

KitchenAid þarf vart að kynna fyrir landanum en hrærivélarnar þeirra hafa um áraraðir prýtt eldhús landsins. Nýlega kynnti KitchenAid nýjasta blandarann úr sinni smiðju, K150 blandarann sem býður upp á sömu frábæru KitchenAid gæðin á enn betra verði.

Lífið samstarf