Fréttir

Myrti þrjá svarta með riffli skreyttum haka­krossum

Ungur bandarískur karlmaður myrti þrjár svartar manneskjur í verslun í Jacksonville í Flórída í gær áður en hann svipti sig lífi. Lögreglan í borginni segir skotárásina hafa verið hatursglæp framinn vegna haturs mannsins á svörtu fólki.

Erlent

Regn­svæðið farið austur

Regnsvæðið, sem fór austur yfir landið í gærdag og nótt, er í morgunsárið komið yfir Austurland, en heldur síðan áfram austur á bóginn og rofar þá til.

Veður

Sér­sveit send á skemmti­stað vegna hnífa­burðar

Talsverður erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var til að mynda tvívegis kölluð út, annars vegar vegna tilkynningar um mann með skammbyssu og hins vegar vegna manns sem sagður var hóta fólki með hníf á skemmtistað.

Innlent

Fjórir látnir eftir skot­á­rás í Flórída

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir skotárás í verslun í Jacksonville í Flórída í dag. Ekki er búið að nafngreina skotmanninn en hann ku vera látinn og hafði ritað stefnuyfirlýsingu um áætlanir sínar áður en hann framkvæmdi árásina.

Erlent

Einn látinn eftir skot­á­rás í Kaup­manna­höfn

Þrítugur karlmaður lést í skotárás tveggja grímuklæddra manna í Kristjaníu í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Alls voru fimm skotnir, þar af einn lífshættulega en líðan hans er nú stöðug. Skotmennirnir flúðu á rafskútum og eru enn ófundnir.

Erlent

Vísar gagnrýni á bug

Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum segjum við frá því að fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Flokksráðsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG fóru fram í dag.

Innlent

Héldu eldi í skefjum með garð­slöngu

Eldur kviknaði í húsi í Hveragerði í morgun á meðan íbúar þess, fimm manna fjölskylda, voru fjarverandi. Nágrannar brugðust hratt við og notuðu garðslöngu til þess að halda eldinum í skefjum.

Innlent

Reyndi að brjótast út eins og fórnar­lamb hans

Karlmaður, sem sakaður er um að hafa rænt konu og haldið henni fanginni í klefa á heimili hans í Oregon í Bandaríkjunum, reyndi að brjótast út úr fangelsi á fimmtudagskvöld. Lögregla gómaði manninn eftir að konunni tókst að brjóta niður hurð klefans með berum höndum. 

Erlent

Bjarni setur flokksráðsfund

Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram í dag. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og fjármála- og efnahagsráðherra, setur fundinn með ræðu klukkan 12:30.

Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Fjallað verður um skortinn í hádegisfréttum.

Innlent

Katrín á­varpar flokks­ráðs­fund

Flokksráðsfundur Vinstri grænna hófst í Félagsheimilinu á Flúðum í morgun, með ræðu Guðmundar Inga Guðbrandssonar, varaformanns VG og félags- og vinnumálaráðherra. Nú talar Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra.

Innlent

Fangar lýsa baráttu við fíkniefni, fangelsi og fjölmiðla

„Ég vil meina að fangavist skemmi þig andlega og líkamlega. Þegar ég fór í fyrsta skipti þá var nánast vitað að ég færi aftur. Þú í raun og veru kannt ekkert annað og það er ekkert unnið með þér. Þér er ekki kennt neitt og það er ekkert sem grípur þig. Þá ferðu bara í það sem þú kannt og heldur því áfram og allir vinir þínir verða fyrrverandi fangar,“ segir íslenskur karlmaður sem afplánað hefur fleiri en einn fangelsisdóm.

Innlent

Íslenskur faðir hræddur um líf sitt eftir árásir unglingspilta

„Mér finnst erfitt að trúa því að unglingar í dag geti verið svona hættulegir. Þetta eru ekki bara einhverjir strákar að fíflast. Þetta er komið á það stig að ég er í alvörunni hræddur um líf mitt, og ég er líka hræddur um konuna mína og barnið mitt,“ segir Daníel Viðar Hólm sem búsettur er í Árósum í Danmörku en hann varð í tvígang fyrir aðkasti og árásum af hálfu unglingahóps sem ógnuðu honum með hníf og hótuðu honum lífláti.

Innlent

Tals­vert úr­helli suð­vestan­lands

Lægð á hreyfingu norðureftir Grænlandssundi dregur með sér regnsvæði austur yfir landið í dag. Því verður rigning eða súld í öllum landshlutum, um tíma talsvert úrhelli suðvestanlands.

Veður

Sterk til­hneiging and­stæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram

Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega.

Erlent