Íslenski boltinn

Úr Pepsi Max Mörkunum á hliðar­línuna á Kópa­vogs­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bára Kristbjörg hefur tekið við liði Augnabliks í Lengjudeild kvenna.
Bára Kristbjörg hefur tekið við liði Augnabliks í Lengjudeild kvenna. Knattspyrnudeild Breiðabliks

Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir mun stýra liði Augnabliks í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu næsta sumar. Hún hefur verið hluti af teyminu sem fjallar um Pepsi Max deild kvenna á Stöð 2 Sport í sumar.

Þetta kom kemur fram í fréttatilkynningu sem Knattspyrnudeild Breiðabliks gaf frá sér fyrr í dag. Sjá má tilkynninguna hér neðar í fréttinni.

Skrifaði Bára Kristbjörg undir tveggja ára samning. Mun hún fylla skó Vilhjálms Kára Haraldssonar sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.

Kvennalið Augnabliks er venslalið Breiðabliks sem er skipað ungum leikmönnum sem flestar eru á 2. og 3.flokks aldri og endaði liðið í 5. sæti Lengjudeildar kvenna sumarið 2020. Er það með 24 stig þegar ein umferð er eftir en Augnablik getur hvorki náð Aftureldingu sem er í 4. sæti eða dottið niður fyrir Gróttu sem er í 6. sæti deildarinnar.

Bára Kristbjörg hefur komið að knattspyrnu á einn eða annan hátt síðan hún hætti að spila vegna meiðsla á sínum tíma. Hún er með UEFA A gráðu í þjálfun og lýkur MS.c í sjúkraþjálfun snemma á næsta ári.

Hún hefur þjálfað frá árinu 2014 en þá var hún aðstoðarþjálfari Árborgar í 4. deild karla. Þaðan fór hún til Stjörnunnar, FH, Vals og nú Augnabliks.

Þá hefur einnig starfað með U-17 og U-17 ára landsiðum kvenna frá 2017. Að lokum hefur hún verið mikilvægur hlekkur í Pepsi Max mörkunum á Stöð 2 Sport þar sem farið er yfir allt sem gerist í Pepsi Max deild kvenna sem og hjá A-landsliðinu.

Bára tekur við þjálfun Augnabliks Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir mun taka við þjálfun Augnabliks kvenna sem leikur í...

Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Thursday, October 29, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×